60. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 151. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn miðvikudaginn 19. maí 2021 kl. 09:05


Mætt:

Jón Þór Ólafsson (JÞÓ) formaður, kl. 09:05
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) 1. varaformaður, kl. 09:05
Guðmundur Andri Thorsson (GuðmT) 2. varaformaður, kl. 09:05
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 09:05
Brynjar Níelsson (BN), kl. 09:05
Hjálmar Bogi Hafliðason (HBH), kl. 09:05
Kolbeinn Óttarsson Proppé (KÓP), kl. 09:05
Óli Björn Kárason (ÓBK), kl. 09:05
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (ÞorbG), kl. 10:00
Þorsteinn Sæmundsson (ÞorS), kl. 09:05

Nefndarritari: Björn Freyr Björnsson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:05
Fundargerðir 57., 58. og 59. fundar voru samþykktar.

2) Álit umboðsmanns vegna stöðu einstaklinga sem ekki eru mæltir á íslensku í samskiptum þeirra við stjórnvöld Kl. 09:06
Nefndin ræddi málið.

3) 663. mál - þingfararkaup alþingismanna og þingfararkostnaður Kl. 09:23
Nefndin ræddi málið.

4) 647. mál - kosningar til Alþingis Kl. 09:30
Tillaga um að afgreiða málið var samþykkt.

Að nefndaráliti með breytingartillögu standa Jón Þór Ólafsson, Andrés Ingi Jónsson, Brynjar Níelsson, Guðjón S. Brjánsson, Hjálmar Bogi Hafliðason, Kolbeinn Óttarsson Proppé, Líneik Anna Sævarsdóttir og Óli Björn Kárason.

5) Heimsókn Lýðræðis- og mannréttindaskrifstofu Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu Kl. 10:00
Á fund nefndarinnar mættu Alexey Gromov og Martina Barker-Ciganikova frá Lýðræðis- og mannréttindaskrifstofu Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu í tengslum við alþingiskosningar sem fram eiga að fara haustið 2021.

6) Önnur mál Kl. 09:33
Nefndin ræddi starfið framundan.

Fleira var ekki gert.
Hlé var gert á fundi frá kl. 09:35-10:00.

Fundi slitið kl. 10:47